Listasafn Reykjanesbæjar hefur þann heiður að bjóða ykkur til sérstakrar kvikmyndasýningar og umræðu undir yfirskriftinni „Vísindaskáldskapur og Palestína“, sem fram fer í Hljómahöll í Reykjanesbæ sunnudaginn 17. ágúst nk. kl. 15:00–17:00.



Viðburðurinn fer fram í tengslum við sýningu listakonunnar Larissu Sansour, sem jafnframt er hennar fyrsta einkasýning á Íslandi. Á dagskrá eru sýndar þrjár kvikmyndir hennar – Space Exodus (2009), Nation Estate (2012) og In the Future They Ate From the Finest Porcelain (2015) – og í kjölfarið fer fram opið samtal við listakonuna sjálfa, meðhöfund hennar Søren Lind, og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist, sem jafnframt hefur umsjón með sýningunni „Fortíðin var aldrei, hún aðeins er“ í Listasafni Reykjanesbæjar (22. maí – 17. ágúst 2025).


Eftir viðburðinn í Hljómahöll verður Listasafn Reykjanesbæjar opið til kl. 19:00.


Verk Sansour hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir frumlega og áhrifamikla framsetningu á málefnum sem varða minningu, sjálfsmynd, þjóðerni og vistfræðileg álitamál. Hún beitir vísindaskáldskap og ljóðrænu myndmáli til að varpa ljósi á mikilvæga samfélagslega umræðu samtímans.


//


Science fiction and Palestine


Film screening and conversation between Larissa Sansour, Søren Lind and Jonatan Habib Engqvist. Hljómahöll, Reykjanesbær. 17 August 3-5pm.


Welcome to a screening of the films Space Exodus (2009), Nation Estate (2012) and In the Future They Ate From the Finest Porcelain (2015). This will be followed by a conversation on sci-fi, archaeology and politics – departing from the films and Larissa Sansour’s premiere exhibition in Iceland; “The Past Never Was, It Only Is” at Reykjanes Art Museum (22.5–17.8.2025).


After this event, the exhibition will be open until 7pm.


Working closely with the author, director, and scriptwriter Søren Lind, Larissa Sansour has for over two decades been setting her films in science-fiction surroundings. While drawing on Palestinian histories her work also anticipates possible futures. It is a space where global politics are dealt with through extraordinary images and poetic language. The films are in Arabic with women as the main protagonists. Addressing themes of loss, grief, power, history writing, and the role of memory in shaping both individual and collective understanding – her work portrays possible resistance against arbitrary national borders and ecocide.


The exhibition “The Past Never Was, It Only Is” is curated by Jonatan Habib Engqvist, an internationally active independent curator and author living in Stockholm.


Image: Filmstill, Larissa Sansour, Space Exodus (2009)