Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 7. janúar 2026
17. janúar – 19. apríl 2026 Sýningin Héðan þangað þaðan hingað kynnir verk myndlistarmannsins Tuma Magnússonar (f. 1957), sem býr og starfar í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Í verkum sínum fjallar hann um tíma, hreyfingu og hið hversdagslega flæði tilverunnar, þar sem breyting er eina festan. Á sýningunni má sjá lykilverkið Kaffi og hland (1998–99), röð átta málverka sem sýna örfín litbrigði frá kaffibrúnum til pissuguls og fanga tímann sem kyrra, en um leið óstöðuga heild. Einnig eru sýnd nýrri vídeó- og hljóðverk á borð við Tímaréttingarlaglínur (2021–25) og Almenningssamgöngur (2020–25), þar sem einfaldar athafnir og ferðir eru samstilltar í taktfastar, næstum tónrænar samsetningar. Ferðalag, ganga og endurtekning eru gegnumgangandi þemu í verkum Tuma. Með þeim umbreytir hann heimspekilegum þversögnum um sjálf, tíma og breytingu í ljóðræna og skynræna upplifun. Sýningarstjóri er Gavin Morrison. Héðan þangað þaðan hingað , einkasýning Tuma Magnússonar er styrkt af Myndlistarsjóði. // Herefrom Thereto Therefrom Hereto presents a selection of works by Icelandic artist Tumi Magnússon (b. 1957), whose practice explores time, movement and the poetics of everyday life. Moving from painting to moving image and sound, Tumi’s work is grounded in the idea that the world is in constant flux. The exhibition includes Coffee and Piss (1998–99), a seminal painting composed of eight canvases that trace a subtle chromatic shift, capturing time as an impossible stillness. More recent video and sound installations, including Time Correction Melodies (2021–25) and Public Transport (2020–25), focus on mundane human actions and journeys, edited and synchronised to create rhythmic, almost musical compositions. Across these works, walking, travelling and repetition become metaphors for change and continuity. Rather than offering answers, Tumi Magnússon transforms philosophical paradoxes into intimate, sensory experiences. Curator: Gavin Morrison