Saga safnsins
Listasafn Reykjanesbæjar varð að formlegu listasafni árið 2003.
Listasafnið hefur í gegnum tíðina staðið fyrir sýningum víðs vegar um bæinn. Það var ekki fyrr en haustið 2002 sem safnið fékk góðan sýningarsal í Duus Safnahúsum til afnota og breytti það miklu um sýningarhald. Árið 2020 bættist við annar sýningarsalur og hefur listasafnið nú um 700 fermetra til sýningarhalds. Þar eru nú haldnar sýningar allt árið um kring u.þ.b. 4-5 sýningar á ári.
Sérstakt listráð starfar við safnið.
Verk úr safneign eru til sýnis víðs vegar í stofnunum Reykjanesbæjar. Safnkosturinn er varðveittur í safnamiðstöð Reykjanesbæjar, Sögu, og skráður í gagnagrunninn Sarp.