UM LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
Listasafn Reykjanesbæjar er í Duus Safnahúsum, þar sem listasafnið hefur tvo stóra sýningarsali, svokallaða fremri sal og gluggasal, til umráða. Listasafn Reykjanesbæjar hóf formlega starfsemi í apríl 2003, eftir að hafa verið hugmynd frá sameiningu sveitarfélaganna Njarðvíkur, Hafnarhrepps og Keflavíkur árið 1994.
Opnunartími:
Þriðjudaga - sunnudaga kl. 12:00-17:00.
Mánudaga: Lokað.
Sumar opnunartími (júní, júlí, ágúst):
Þriðjudaga - föstudaga kl. 10:00 - 17:00.
Laugardaga - sunnudaga kl. 12:00 - 17:00.
Mánudaga: Lokað.
Aðgangseyrir:
Almennur aðgangseyrir fyrir 18 ára og eldri kr. 1.500.
Aðgangseyrir fyrir ellilífeyrisþega og námsmenn kr. 1.200.
Aðgangseyrir fyrir hóp ef fleiri en 10 manns eru í hópnum kr. 1.200.
Aðgangseyrir fyrir hóp ef fleiri en 20 manns eru í hópnum kr. 1.000.
Ókeypis aðgangur:
Börn og unglingar yngri en 18 ára.
Öryrkjar.
Félagar ICOM, SÍM, FÍSOS og FÍM (gegn framvísun félagsskírteinis).
Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa á opnunartíma og utan hans gegn greiðslu. Nánari upplýsingar í síma 420 3245 eða í gegnum netfangið duushus@reykjanesbaer.is
Sýningarsalir í Duus Safnahúsum
Fremri salur: Sýningar á vegum Listasafns Reykjanesbæjar.
Gluggasalur:
Sýningar á vegum Listasafns Reykjanesbæjar.
Duus Safnahús standa við smábátabryggjuna í Gróf og eru röð nokkurra áfastra húsa frá mismunandi tímum, það elsta pakkhús frá 1877, sem var í eigu danska kaupmannsins Hans Peter Duus, og það yngsta frá 1970. Öll tengdust húsin útgerð á einhverjum tíma. Endurbygging þeirra hófst árið 2002 og elsti hluti húsanna, Bryggjuhúsið, var tekið í notkun vorið 2014 eftir gagngerar endurbreytingar.