Sýningastefna safnsins

Söfnunarstefna Listasafns Reykjanesbæjar


1. Stefnt skal að því að listaverkaeign safnsins gefi góða mynd af verkum eftir viðurkennda

listamenn, sem eiga sögu og rætur á Suðurnesjum frá öllum tímum.


2. Stefnt skal að því að listaverkaeign safnsins gefi góða mynd af samtímalist á landinu

öllu.


3. Safnið skal hvetja listamenn, sem starfa að list í samhengi og samtali við listfræðilegan

veruleika og teljast viðurkenndir listamenn í Reykjanesbæ, til dáða með kaupum á verkum

þeirra eins og hægt er miðað við fjárframlög hverju sinni.


4. Vanda skal sérstaklega heimildir, eins og ljósmyndir og myndbönd, um skapandi vinnu eftir

börn og unglinga úr Reykjanesbæ.


5. Forstöðumaður tekur ákvarðanir um gjafir sem safninu eru boðnar og metur hvort

taka eigi við þeim. Það er ekki heimilt að taka við gjöfum sem kvaðir fylgja. Gjöf skal fylgja

gjafabréf undirritað af gefanda.


6. Listasafn Reykjanesbæjar sér um innkaup listaverka fyrir hönd bæjarins miðað við

fjárframlög hverju sinni.


7. Gjafir og fjárframlög til safnsins eru frádráttarbær til skatts, sbr. ákvæði laga um

tekjuskatt og eignaskatt nr. 75/1985 með áorðnum breytingum.

 

Stefnan var samþykkt föstudaginn 27. júní 2025, hjá Menningar og Þjónusturáði, Reykjanesbæjar.