Á sjó

13. janúar 2021

Pop-up sýning.

Málverk af manni í bát umkringdur fólki.

13. janúar 2021 - 9. febrúar 2021


Á sjó er pop-up sýning úr safneign listasafnsins og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Listasafnið á mikið safn verka sem sýna sjómenn að störfum, báta í höfn og sjósett skip.

Sýninginn var áður sett upp í stuttan tíma, ágúst árið 2020, því sáu færri Á sjó, en vildu hafa í Reykjanesbæ.

Sýningastjóri, Á sjó, er Helga Arnbjörg Pálsdóttir, listfræðingur, sem nú starfar hjá Listasafni Reykjanesbæjar.

Vegna aðstæðna verður ekki sýningaropnun að þessu sinni, en Á sjó opnar fyrir almenna sýningu miðvikudaginn 13. janúar og stendur til 9. febrúar 2021.

Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Áki Gränz, Ásta Árnadóttir, Eiríkur Smith, Eggert F. Guðmundsson, Finnur Jónsson, Jón Gunnarsson, Jón Stefánsson, Jónas Marteinn Guðmundsson, Kjartan Guðjónsson, Óskar Jónsson, Steinþór Marinó Gunnarsson og Sveinn Björnsson.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur