Divine love

18. mars 2023

Sigrún Úlfarsdóttir

Bakið á konu í svörtum topp og hálsmeni

Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Divine Love með verkum eftir hönnuðinn Sigrúnu Úlfarsdóttur, í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum, laugardaginn 18. mars klukkan 14:00 í bíósal Duus Safnahúsa. Sýningin er sett upp í samstarfi með menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.

 

Sigrún lærði myndlist í MHÍ og í framhaldi fatahönnun í París þar sem hún eftir útskrift starfaði fyrir stór tískufyrirtæki, meðal annars Karl Lagerfeld, Hervé Léger, Balmain og Swarovski. Sigrún hefur síðan unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir þessi fyrirtæki og fyrir eigið fyrirtæki, Divine Love.

 

Sýningin er innblásin af Ayurveda heimspeki og er skartgripalínan kennd við orkustöðvarnar í líkama mannsins eða chackras. Nafn línunnar, Bhakti-devine love, er fengið frá hjartastöðinni.

 

Hjartastöðin er mikilvægasta stöðin. Hún er í miðjunni, á milli jarðtengdu stöðvanna og andlegu stöðvanna. Hún er aðsetur ástar og kærleika og er líka tenging okkar við kærleika guðs eða almættisins. Þessi guðlega ást eða devine love, heitir bhakti á sanskrít og er sterkasta orkan í alheiminum.

 

Listasafn Reykjanesbæjar býður alla velkomna á opnun sýningarinnar Divine Love.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur