EIRÍIKUR SMITH OG KONURNAR Í BAÐSTOFUNNI.

2. september 2005

Samsýning

02. september 2005 - 15. október 2005

Eiríkur Smith (1925 - 2016)
Þórunn Guðmundsdóttir
Soffía Þorkelsdóttir
Sigríður Rósinkransdóttur
Ásta Pálsdóttir
Ásta Árnadóttir

Föstudaginn 2. september 2005 opnaði Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna “Eiríkur Smith og konurnar í Baðstofunni”. Á sýningunni mátti sjá tæplega 50 verk eftir Eirík og fimm fyrrverandi nemendur hans í Baðstofunni, þær Ástu Árnadóttur, Ástu Pálsdóttur, Sigríði Rósinkarsdóttur, Soffíu Þorkelsdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur. Eiríkur sýndi olíuverk en listakonurnar vatnslitamyndir. Baðstofan er rúmlega 30 ára gamalt menningarfélag í Reykjanesbæ og kenndi Eiríkur hópnum myndlist í rúman áratug. Þess má geta að þessi hópur fékk Menningarverðlaun Reykjaensbæjar, Súluna, árið 2002. 

Í sýningarskrá segir Aðalsteinn Ingólfsson: “Við höfuðborgarbúar erum einatt nokkuð svo sjálfhverfir, a.m.k. þegar menningin er annars vegar, teljum að fátt markvert geti átt sér stað á landinu án þess að fulltrúar okkar komi þar við sögu með einum eða öðrum hætti. Hins vegar er iðulega horft framhjá því að mótttökuskilyrði fyrir menninguna verða að vera fyrir hendi í héraði, annars er hætt við að sendingar frá höfuðborginni falli í grýttan jarðveg. Þar stuðla ýmiss konar grasrótarsamtök, kórar, klúbbar og listafélög, að félagslegum og menningarlegum þroska íbúanna.”
Stytta og mynd eftir Viljálm Bergsson
Eftir María P 4. september 2025
4. september 2025 - 4. janúar 2026
Yfirlit af verkum Áka Guðna Gränz úr Listasafni Reykanesbæjar 20255
Eftir María P 4. september 2025
4. september 2025 – 4. janúar 2026
Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Fleiri færslur