Glyttur

31. ágúst 2017

Elísabet Ásberg

31. ágúst 2017 - 15. október 2017


Einkasýning listakonunnar og Keflvíkingsins Elísabetar Ásberg verður í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. 

"Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraveröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra."

Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir.

Svart-hvít ljósmynd af nunnu með gasgrímu.
Eftir María P 22. maí 2025
22. maí 2025 - 17. ágúst 2025