Íslensk náttúra

15. janúar 2016

Landslagsverk úr safneign

15. janúar 2016 - 30. apríl 2016


Sýningin Íslensk náttúra, landslagsverk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar hefur verið opnuð í Bíósal Duus Safnahúsa. Verkin sýna öll íslenska náttúru og eru eftir 16 listamenn frá ýmsum tímum og eru unnin í margvísleg efni s.s. olíu, leir og textíl. Elsta verkið er eftir Þórarin B. Þorláksson frá árinu 1906 og það yngsta eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson frá árinu 2008. Aðrir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Arngunnur Ýr, Ása Ólafsdóttir, Ásgrímur Jónsson, Eggert Guðmundsson, Eiríkur Smith, Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Húbert Nói, Jóhannes Geir, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Ólafur Túbals, Sigmar V. Vilhelmsson og Steinunn Marteinsdóttir.

Sýningin stendur út apríl.

Duus Safnahús eru opin alla daga frá kl. 12.00-17.00.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur