Klaustursaumur og filmuprjón

6. júní 2015

Samsýning : Textíll í höndum kvenna

6. júní 2015 - 23. ágúst 2015

Laugardaginn 6. júní kl. 14.00 opnar í Gryfju Duus safnahúsa ein af sumarsýningum Listasafns Reykjanesbæjar sem fengið hefur nafnið „Klaustursaumur og Filmuprjón.“
Sýningin er sett upp í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. Á henni eru textílverk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, sýnishorn af hannyrðum kvenna sem búsettar eru á svæðinu og hannyrðir í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Nafn sýningarinnar vísar í breitt svið þeirra verka sem sjá má á sýningunni og má þar telja annars vegar aldagamla útsaumsaðferð og hins vegar nýlegt listaverk sem samanstendur af prjónuðum filmum. Þó flokka megi öll verk sýningarinnar sem textílverk fela þau í sér afar ólíkar nálganir, bæði hvað varðar hugmyndir, efnisval og úrvinnsluaðferðir,  enda byggja þau ýmist á handverki, myndlist eða hönnun. Oft skarast þó mörkin milli þessarra ólíku þátta og útkoman getur komið skemmtilega á óvart.
 
Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Sýningin stendur til 23. ágúst. Duus safnahús eru opin alla daga frá kl. 12-17. Aðgangur ókeypis.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur