Leiðsögn sýningarstjóra: Hulduefni/ Curator’s tour: Hulduefni
30. nóvember 2025 kl. 14:00
Hanna Styrmisdóttir, sýningarstjóri, leiðir gesti um sýninguna Hulduefni, þar sem sjá má valin verk úr safneign eftir Vilhjálm Bergsson frá 1959 til 2021.
Ferðast er frá fyrstu abstrakt geómetrísku verkum Vilhjálms á sjötta áratugnum, í gegnum verkin sem hann nefndi samlífrænar víddir um miðbik ferils síns, til hins takmarkalausa orkuljósrýmis sem hefur verið einkennandi fyrir verk hans frá miðjum 10. áratugnum. Í leiðsögninni verður fjallað um þróun í myndverkum Vilhjálms á síðustu sex áratugum, og tengsl þeirra við skrif hans um eigin myndlist frá unglingsaldri. Jafnframt verður sagt frá tildrögum merkrar gjafar Vilhjálms til Listasafns Reykjanesbæjar, en hún telur um 200 verk.
Hanna Styrmisdóttir
er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri, listrænn stjórnandi, ráðgjafi og háskólakennari. Hún var prófessor í MA sýningagerð við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2020-2024, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík 2012-2016 og sýningarstjóri Íslenska skálans á Feneyjatvíærningnum árið 2007.
Vilhjálmur Bergsson (f. 1937 í Grindavík) nam myndlist í Reykjavík á sjötta áratugnum og hélt síðan til Kaupmannahafnar og Parísar til frekara náms. Hann var virkur í SÚM og formaður félagsins 1971–1972. Vilhjálmur dvaldi víða erlendis, meðal annars í Kaupmannahöfn, Madrid og París, og starfaði í Düsseldorf á árunum 1983–2000. Hann bjó og vann í Grindavík frá 2000 til 2024 og er nú búsettur í Vík í Mýrdal.
Hann hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis, og verk hans eru í helstu íslenskum listasöfnum, sem og í safneignum í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi og víðar.
//
Curator Hanna Styrmisdóttir will guide visitors through the exhibition Hulduefni, which presents selected works from the museum’s collection by Vilhjálmur Bergsson, created between 1959 and 2021.
The tour traces Vilhjálmur’s artistic journey, from his first geometric abstract works of the 1950s, through the co-organic dimensions of his mid-career period, to the expansive “energy-light spaces” that have characterised his art since the 1990s. The tour also discusses the development of his work over six decades, its relationship to his own writings about his art from a young age, and the background of his remarkable gift of around 200 works to the Reykjanesbær Art Museum.
Hanna Styrmisdóttir is an independent curator, artistic director, consultant, and university lecturer. She was a Professor of Exhibition Studies (MA) at the Iceland University of the Arts (2020–2024), Artistic Director of the Reykjavík Arts Festival (2012–2016), and Curator of the Icelandic Pavilion at the Venice Biennale in 2007.
Vilhjálmur Bergsson
(b. 1937, Grindavík) studied art in Reykjavík in the 1950s before continuing his education in Copenhagen and Paris. He was an active member of the SÚM group and served as its chairman from 1971–1972. Over the decades he lived and worked in Copenhagen, Madrid, Paris, and later Düsseldorf (1983–2000). From 2000 to 2024 he lived and worked in Grindavík and now resides in Vík í Mýrdal. He has held numerous solo exhibitions in Iceland and abroad, and his works are part of major public collections in Iceland as well as in Denmark, Sweden, Germany, and beyond.





