Ljós og náttúra Reykjanesskaga
16. nóvember 2018
Jón Rúnar Hilmarsson

16. nóvember 2018 - 13. janúar 2019
Á sýningunni má sjá ljósmyndir sem sýna landslag og náttúru Reykjanesskagans. Myndirnar voru teknar á mismunandi árstíðum og tímum dags á síðustu tveimur árum. Höfundurinn Jón Hilmarsson stefnir að útgáfu ljósmyndabókar næsta vor og verða þessar myndir í þeirri bók sem kemur til með að dekka allt Ísland. Boðið verður upp á samtal við ljósmyndara 21. nóvember á opnunartíma safnsins.