Ljós og náttúra Reykjanesskaga

16. nóvember 2018

Jón Rúnar Hilmarsson

16. nóvember 2018 - 13. janúar 2019




Á sýningunni má sjá ljósmyndir sem sýna landslag og náttúru Reykjanesskagans. Myndirnar voru teknar á mismunandi árstíðum og tímum dags á síðustu tveimur árum. Höfundurinn Jón Hilmarsson stefnir að útgáfu ljósmyndabókar næsta vor og verða þessar myndir í þeirri bók sem kemur til með að dekka allt Ísland. Boðið verður upp á samtal við ljósmyndara 21. nóvember á opnunartíma safnsins.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur