Ljós og tími

15. febrúar 2019

Ljósmyndir úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar

15 febrúar 2019 - 22. apríl 2019


Á síðustu 15 árum hefur Listasafn Reykjanesbæjar eignast fjölda listrænna ljósmynda sem nú má sjá á sýningu í Bíósal Duus Safnahúsa. Þar má m.a. sjá verk eftir bæði innlenda og erlenda ljósmyndara s.s. Einar Fal Ingólfsson, Spessa, Katrínu Elvarsdóttur, Tom Sandberg, Vigdísi Handhammer. Titill sýningarinnar vísar í helstu frumþætti miðilsins, þ.e. ljós og tíma. Einnig má velta fyrir sér orðum John Szarkowski, yfirmanns ljósmyndadeildar Nútímalistasafnsins í New York (M.O.M.A) og helsta sérfræðings í bandarískri ljósmyndun, sem setti fram athyglisverða kenningu um ljósmyndun þar sem hann skipti ljósmyndurum í tvo flokka; þá sem litu á ljósmyndun sem tæki til tjáningar á einkalegum viðhorfum, sem sagt "speglamenn", og þá sem litu á hana sem tæki til hlutlausrar frásagnar af hinu séða, þ.e. "gluggamenn".

Sýningin opnar föstudaginn 15.nóvember kl. 18.00 og stendur til 22.apríl.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur