Málverk, skissur og steindir gluggar

31. maí 2019

Benedikt Gunnarsson

Verk úr safneign

31. maí 2019 - 18. ágúst 2019

Sú hefð hefur skapast á liðnum árum að á einni af sumarsýningum Listasafns Reykjanesbæjar eru sýnd verk úr safneigninni. Að þessu sinni verða sýnd verk eftir Benedikt Gunnarsson listmálara en fjölskylda Benedikts gaf safninu nokkur málverk í vor ásamt skissum af steindum gluggum sem Benedikt vann fyrir Keflavíkurkirkju árið 1977. Þegar kirkjan var færð til upprunalegs horfs árið 2012 voru gluggarnir teknir niður og settir í geymslu en nú má sjá 6 þessara glugga á sýningunni í Bíósal. Safnið er opið alla daga frá 12-17.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur