Margrét Jónsdóttir - In Memoriam
8. apríl 2004
Margrét Jónsdóttir

08. apríl 2004 - 20. júní 2004
Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg-gagnvart sjálfri sér og áhorfendum. Pappírsverkin sem hún sýnir hér éru einkennandi fyrir óvenjulegan þankagang Margrétar, svo uppfull sem þau eru með tilvistarlega og menningarpólitískar ígrundanir, bæði augljósar og duldar.
Í fyrstunni koma þessi verk okkur fyrir sjónir sem framlengingar á veggfóðri, þar sem ýmiss konar staðlað mynstur kallast á. Þetta eru verk án sýnilegs upphafs, miðbiks og endis, mettuð ehitum litum sen studnum eru svo stríðir að verkjar í augun. Þess á milli eru vinnviðir þeirra svo daufir og hlutlausir að úlínur fjarar út og mynstrið leysist upp í frumeiningar sínar. Hér eigum við raunar kollgátuna; mynstrin í þessum myndum eru gerð eftir froönskum veggfóðurstenslum. Með notkun þeirra vill Margrét minna á skilin milli alvarlegarar frumsköpunar, myndlistarinnar sem leiðir til dýpra skilings á manninum og veröldinni, og andlausrar myndframleiðslunnar sem stjórnast af markaðslögmálum hverju sinni. Um leið og hún byggir verk sín á myndframleiðslu-stöðluðum mynstrum veggfóðursins-grefur hún undan þessari framleiðslu með því að rekja mynstrin aftur til uppruna síns í árdaga, til trjágreina, laufa og skrautblíma í náttúrunni, þar sem þau eru undirorpin eyðingu, öðru nafni tímanum.
Úr sýningarbæklingi eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing.
Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg-gagnvart sjálfri sér og áhorfendum. Pappírsverkin sem hún sýnir hér éru einkennandi fyrir óvenjulegan þankagang Margrétar, svo uppfull sem þau eru með tilvistarlega og menningarpólitískar ígrundanir, bæði augljósar og duldar.
Í fyrstunni koma þessi verk okkur fyrir sjónir sem framlengingar á veggfóðri, þar sem ýmiss konar staðlað mynstur kallast á. Þetta eru verk án sýnilegs upphafs, miðbiks og endis, mettuð ehitum litum sen studnum eru svo stríðir að verkjar í augun. Þess á milli eru vinnviðir þeirra svo daufir og hlutlausir að úlínur fjarar út og mynstrið leysist upp í frumeiningar sínar. Hér eigum við raunar kollgátuna; mynstrin í þessum myndum eru gerð eftir froönskum veggfóðurstenslum. Með notkun þeirra vill Margrét minna á skilin milli alvarlegarar frumsköpunar, myndlistarinnar sem leiðir til dýpra skilings á manninum og veröldinni, og andlausrar myndframleiðslunnar sem stjórnast af markaðslögmálum hverju sinni. Um leið og hún byggir verk sín á myndframleiðslu-stöðluðum mynstrum veggfóðursins-grefur hún undan þessari framleiðslu með því að rekja mynstrin aftur til uppruna síns í árdaga, til trjágreina, laufa og skrautblíma í náttúrunni, þar sem þau eru undirorpin eyðingu, öðru nafni tímanum.
Úr sýningarbæklingi eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing.