Listahátíð barna í Reykjanesbæ

4. maí 2016

Börnin í bænum

4. maí 2016 - 24. maí 2016


Listahátíð barna í Reykjanesbæ í ellefta sinn.

Fjölskyldudagskrá laugardaginn 7. maí.

Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett með pompi og prakt miðvikudaginn 4. maí í ellefta sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Duus Safnahús undirlögð

Duus Safnahús verða undirlögð undir myndlistarsýningar leik-, grunn- og framhaldsskólans auk þess sem þar er einnig ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna sem byggir reynslusögum úr samtíma íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt og sýnir óskir barnanna um betra líf. Meðan á hátíðinni stendur verður frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna.

Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa

Föstudaginn 6. maí fer fram Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa þar sem sýnt verður úrval stórglæsilegra árshátíðaratriða úr öllum skólunum.

Frábær fjölskyldudagur

Vert er að taka frá laugardaginn 7. maí því þá verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskyldur í tilefni hátíðarinnar. Um verður að ræða fjölbreyttar listasmiðjur m.a. múffuskreytingasmiðju, brúðgerð, tröllasmiðju, andlitsmálunarsmiðju og þrykksmiðju, fjölskyldujóga og tónlist auk þess sem þau Bárður og Gilitrutt frá leikhópnum Lottu koma í heimsókn og Fjóla tröllastelpa heilsar upp á smáfólkið. 

Nánar hér

Sýningarnar standa til 22. maí og opið er 12-17 alla daga. Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna.

Sunnudagur 8. maí

Líf og fjör í Kirkjulundi

Kirkjulundur kl. 11:00

Börnin sem hafa verið í skapandi starfi í Keflavíkurkirkju í vetur munu syngja. Þá mun Harpa Jóhannsdóttir, tónlistarkennari, koma með Brassbandið sitt sem skipað er nemendum í 4.-7. svo það verður stuð.

Allir velkomnir.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur