Samspil

12. september 2013

Birgit Kirke og Sossa

12. sept 2013 - 31. okt 2013

SAMSPIL, Færeysk og Íslensk mynd- og tónlist á Suðurnesjum og Þórshöfn í Færeyjum

Í Bíósal verður spennandi sýning á verkum tveggja listmálara, Birgit Kirke sem kemur frá Þórshöfn í Færeyjum
og Sossu, listamanns Keflavíkur 1987. Sýningin er hluti af þriggja sýninga röð en auk þess að sýna á Ljósanótt
sýndu þær í Þórshöfn í Færeyjum í vor og sýna í Grindavík vorið 2014.


Af sama tilefni verður einnig boðið upp á færeyska og íslenska tónlist en tónlistarmennirnir Gunnar Þórðarson
frá Keflavík og Stanley Samuelsson frá Þórshöfn munu leika við opnun sýningarinnar og fleiri sýninga sem
opna í Duushúsum þennan dag kl. 18:00.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur