Net á þurru landi

4. september 2014

Handverk og hönnun

4. september 2014 - 30. nóvember 2014

Á Ljósanótt, þann 4. sept. kl. 18 opnar samsýningin Net á þurru landi Í Gryfjunni, Duushúsum.
Það er HANDVERK  OG HÖNNUN sem stendur fyrir sýningunni sem sett var upp í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík síðasta vetur. Sýningarstjóri  er Anna Leoniak. Óskað var eftir verkum fyrir sýninguna sem tengdust veiðarfærinu neti/nót á einhvern hátt eins og nafn sýningarinnar ber með sér. Sérstök áhersla var á að hvetja til endurnýtingar, endurvinnslu, endurgerðar, en það var þó ekki gert að skilyrði. Sýningarstjóri valdi verk úr innsendum tillögum sem sjá má á sýningunni.
 
Sýnendur eru:
ANNA MARÍA LIND GEIRSDÓTTIR
BJARGEY INGÓLFSDÓTTIR
DLD - DAGNÝ BJARNADÓTTIR
ELÍN HARALDSDÓTTIR
GLÓ-EY – EYGLÓ GUNNARSDÓTTIR
GUÐNÝ HAFSTEINSDÓTTIR
HALLA ÁSGEIRSDÓTTIR
HELGA BJÖRG JÓNASARDÓTTIR
INGIBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR HOLM
KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
MÓT - BALDUR HELGI SNORRASON, GUÐRÚN HARÐARDÓTTIR OG KATLA MARÍUDÓTTIR
RAGNHEIÐUR INGUNN ÁGÚSTSDÓTTIR
RAGNHEIÐUR ÖSP SIGURÐARDÓTTIR
SHADOW CREATURES  -  GUNNHILDUR EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR OG SÓLVEIG RAGNA GUÐMUNDSDÓTTIR
 
Sýningin stendur út nóvember 2014.



Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 17. desember 2025
2. - 4. janúar 2026
Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 9. desember 2025
15. desember 2025 kl. 16:00 í bókabúðinni Skálda
Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 26. nóvember 2025
30. nóvember 2025 kl. 14:00
Fleiri færslur