Opnun: Tumi Magnússon

7. janúar 2026

17. janúar kl 14:00

Við bjóðum ykkur velkomin á sýningu Tuma Magnússonar, Héðan þangað þaðan hingað, laugardaginn 17. janúar kl. 14:00 - 16:00.


Tumi Magnússon (f. 1957) býr og starfar í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Í verkum sínum fjallar hann um tíma, hreyfingu og hið hversdagslega flæði tilverunnar, þar sem breyting er eina festan.


Á sýningunni má sjá lykilverkið Kaffi og hland (1998–99), röð átta málverka sem sýna örfín litbrigði frá kaffibrúnum til pissuguls og fanga tímann sem kyrra, en um leið óstöðuga heild. Einnig eru sýnd nýrri vídeó- og hljóðverk á borð við Tímaréttingarlaglínur (2021–25) og Almenningssamgöngur (2020–25), þar sem einfaldar athafnir og ferðir eru samstilltar í taktfastar, tónrænar samsetningar.


Ferðalag, ganga og endurtekning eru gegnumgangandi þemu í verkum Tuma. Með þeim umbreytir hann heimspekilegum þversögnum um sjálf, tíma og breytingu í ljóðræna og skynræna upplifun.


Gavin Morrison er sýningarstjóri.


Sýningin er styrkt af  Myndlistarsjóði.

Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 17. desember 2025
2. - 4. janúar 2026
Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 9. desember 2025
15. desember 2025 kl. 16:00 í bókabúðinni Skálda
Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 26. nóvember 2025
30. nóvember 2025 kl. 14:00
Fleiri færslur