Reynir Katrínar, galdrameistari og skapandi listamaður

5. september 2019

Reynir Katrínar

5. september 2019 - 3. nóvember 2019


Ein af Ljósanætursýningum ársins í Duus Safnahúsum er sýning Reynis Katrínar, galdrameistara og skapandi listamanns. Andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta Reynis og bera verk hans þess sterk merki. Reynir sem hefur stundað hugleiðslu um árabil segir frá því að í gegnum hugleiðsluna hafi hann m.a. kynnst ljósverum og litríkum heimi þeirra. Reynir velur að vinna einungis með náttúruleg efni, þ.e. steina, rekavið, ull og egg temperu og notast við liti sem hann finnur í íslenskri náttúru. Reynir Katrínar verður með leiðsögn/spjall um sýninguna sunnudaginn 8.september kl.15:00 auk þess sem hann býður gestum upp á sérstaka spátíma sem verða auglýstir betur síðar.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur