Undir pressu

17. mars 2018

Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ

17. mars 2018 - 15. apríl 2018


Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sýninguna “Undir pressu” laugardaginn 17.mars kl. 15.00 í Stofunni í Duus Safnahúsum og eru allir áhugasamir boðnir hjartanlega velkomnir. Á sýningunni verða sýnd verk sem félagsmenn hafa unnið á námskeiði hjá Elvu Hreiðarsdóttur á þessum vetri. Verkin eru unnin með óhefðbundnum grafíkaðferðum (painterly print) þar sem hugmyndaauðgi og sköpunargleði fá að njóta sín. Þeir átta félagsmenn sem sýna verk sín að þessu sinni eru: Bjarnveig Björnsdóttir, Halla Harðardóttir, Hermann Árnason, Ögmundur Sæmundsson, Helga Kristjánsdóttir, Jóhanna Þórarinsdóttir, Unnur Karlsdóttir og Hafdís Hilmarsdóttir. 

Sýningin er samstarfsverkefni Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ og Listasafns Reykjanesbæjar og stendur til sunnudagsins 15.apríl. Duus Safnahús eru opin alla daga frá kl. 12.00-17.00 og ókeypis aðgangur er á sýninguna.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur