Ása Ólafsdóttir - 1991-2004

3. september 2004

Ása Ólafsdóttir

03. september 2004 - 17. október 2004

Ása Ólafsdóttir heldur athyglisverðri stöðu í sögu íslenskrar listar.  Hún fellur greinilega undir hefð landslagsmálarans nema að því leyti að hún málar það ekki endilega.   Hún fagnaði þó tækifærinu til að vinna með þau efni sem stóðu henni næst.  Eftir tvö ár í myndlistarnámi tók hún þá áhættusömu ákvörðun að sérhæfa sig í myndvefnaði.  Þessi ákvörðun, og tryggð hennar við hana, varð til þess að hún vann sér sess sem leiðtogi í grein sinni og sem ein sú besta eða allra besta, vefnaðarlistarkona Íslands. Þessi sýning er merkileg meðal annars vegna þess að hún inniheldur verk gerð á alllöngum tíma.  Áhorfandanum gefst tækifæri til að fygljast með þróun Ásu í vefnaði, málun, útsaumi, collage og þrívíðum verkum.  Í einni af eldri myndunum, Morgunn, sýnir listakonan lotningu sína fyrir landslagshefðinni.  Öll frumatriði eru til staðar: ótrufluð víðáttan, hin einstaka íslenska birta og litasamsetning, einnig sú tilfinning að landið búi yfir duldum eiginleikum, eignað eingöngu því og þeim sem þar búa.  Í þessu heldur Ása sig á þeirri stórbrotnu braut sem Jóhannes Kjarval lagði, enda skildi hann betur en flestir samhengið milli lands og vætta.  Ása lýsir sömu vitund með tilstilli þráðar, lérefts og með litaðri ull.

Úr sýningarbæklingi eftir Söndru Ericson listfræðing.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur