EILÍFÐIN Á HÁUM HÆLUM

22. október 2004

Valgarður Gunnarsson

22. október 2004 - 05. desember 2004

Á undanförnum árum hefur Valgarður Gunnarsson skapað sér býsna magnaðan en um leið þversagnakenndan myndheim.  Þversögnin felst í því að, öfugt við flesta jafnaldra sína, er hann áhangandi módernískrar fagur-og hugmyndafræði, þar sem litið er á formgerð og litróf málverksins sem merkingarbæra anga af framsækinni þekkingarleit og áretttingu manngildis.Á undanförnum árum hefur Valgarður Gunnarsson skapað sér býsna magnaðan en um leið þversagnakenndan myndheim.  Þversögnin felst í því að, öfugt við flesta jafnaldra sína, er hann áhangandi módernískrar fagur-og hugmyndafræði, þar sem litið er á formgerð og litróf málverksins sem merkingarbæra anga af framsækinni þekkingarleit og áréttingu manngildis...Módernísk fullvissa og póstmódernískur og persónulegur efi, eru burðarásar þeirrar ,,sýndarveraldar'' sem birtist í málverkum Valgarðs.  Listamaðurinn hefur hvergi slakað á fagurfræðilegum kröfum sínum, eins og sést á samsetningu formanna og þokkafullri samræmingu litanna í hverri mynd...Í myndum hans gengur eilífðin á háum hælum. Annars staðar er listamðurinn með undir merkingu hins þjóðlega, varanleika hins náttúrulega og staðfestu hina hugumstóru, þykist þó hvergi boðberi óyggjandi vitneskju.  Sérhver mynda hans eru sjálfri sér samkvæm, jafnvel þótt efasemdirnar séu allt um kring.

Úr sýningarbæklingi eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing.

Stytta og mynd eftir Viljálm Bergsson
Eftir María P 4. september 2025
4. september 2025 - 4. janúar 2026
Yfirlit af verkum Áka Guðna Gränz úr Listasafni Reykanesbæjar 20255
Eftir María P 4. september 2025
4. september 2025 – 4. janúar 2026
Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Fleiri færslur