Erlingur Jónsson og samtímamenn

12. mars 2005

This is a subtitle for your new post

12. mars 2005 - 24. apríl 2005

Hér er eins konar yfirlitssýning á verkum Erlings Jónssonar sem hefur nú unnið í nokkra áratugi sem listamaður.  Erlingur vann lengi með myndhöggvaranum Sigurjóni Ólafssyni og stofnaði m.a. Baðstofuna myndlistarskóla í Keflavík.  Hann var einnig lengi kennari í Keflavík en fluttist svo til Noregs.

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir í sýningarskrá ma.a ''Þetta tvennt, innlifunarhæfileikinn og bókmenntirnar, er sennilega það sem sett hefur ríkulegast mark á listsköpun Erlings sjálfs. Hið fyrrnefnda skýrir að hluta næmið sem kemur fram í myndum af samtímamönnum, meðvitundina um að sérhver andlitsdráttur skipti máli þegar móta skal eftir lifandi andliti. Bókmenntirnar eru svo kveikjan að mörgum og fjölbreytilegum skúlptúrum listamannsins, sem velunnarar hans í Keflavík hafa sett upp í bæjarlandinu á undanförnum árum. “

Stytta og mynd eftir Viljálm Bergsson
Eftir María P 4. september 2025
4. september 2025 - 4. janúar 2026
Yfirlit af verkum Áka Guðna Gränz úr Listasafni Reykanesbæjar 20255
Eftir María P 4. september 2025
4. september 2025 – 4. janúar 2026
Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Fleiri færslur