MÁTTURINN OG DÝRÐIN, AÐ EILÍFU...

22. janúar 2005

Kristín Gunnlaugsdóttir

22. janúar 2005 - 06. mars 2005

Flest verkanna eru unnin á árunum 2001-2004 og hafa aldrei verið sýnd áður. Kristín útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór þá beint í framhaldsnám til Ítalíu. Þar lærði hún m.a. íkonagerð í Róm og stundaði nám í Ríkisakademíunni í Flórens árin 1988-1993. Kristín hefur síðustu 15 árin tekið þátt í mörgum sýningum, hér heima og erlendis og er þetta 10. einkasýning hennar. Kristín hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar og hlotið nokkrum sinnum listamannalaun frá Menntamálaráðuneytinu, síðast árið 2002-3.

Verk hennar eru í eigu fjölda opinberra safna, kirkna, fyrirtækja og einstaklinga. Í nýrri sýningarskrá segir Auður Ólafsdóttir listfræðingur m.a. um listamanninn. " Í þeim persónulega reiti sem Kristín hefur helgað sér í listasögunni hefur stundum verið að finna sérkennilegar mannverur sem hver guðdómur og hver eilífð myndi vera fullsæmd af: fagureyga, toginleita öldunga með hárskúfa og í skóm með uppbrettri tá, standa þar tveir og tveir gegnt hvor öðrum, mitt í ómældu af bláu. Líkt og einsemd mannsins sem hefur þörf fyrir speglun eða samveru." Og síðar í sama texta má finna: " Í nýrri verkum Kristínar hafa öldungarnir ójarðnesku vikið fyrir rótföstum voldugum trjám, með trausta, samfléttaða boli. Tré finnast líka í eldri verkum Kristínar, en þau eru af öðrum toga, eru mjó og spíruleg, andleg tré. Nýju trén eru hins vegar gömul tré, með rætur djúpt í jörðu, krónan teygir sig hins vegar ekkert sérstaklega hátt til himins."

Stytta og mynd eftir Viljálm Bergsson
Eftir María P 4. september 2025
4. september 2025 - 4. janúar 2026
Yfirlit af verkum Áka Guðna Gränz úr Listasafni Reykanesbæjar 20255
Eftir María P 4. september 2025
4. september 2025 – 4. janúar 2026
Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Fleiri færslur