Framtíðarminni

1. september 2016

Dodda Maggý, Elsa Dórothea Gísladóttir, Ingirafn Steinarsson og Kristinn Már Pálmason


1.september 2016 - 6. nóvember 2016


Í tilefni Ljósanætur opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna “Framtíðarminni” í Listasalnum í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 1.september kl.18:00. Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar.


Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík.  Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.

Svart-hvít ljósmynd af nunnu með gasgrímu.
Eftir María P 22. maí 2025
22. maí 2025 - 17. ágúst 2025