Framtíðarminni

1. september 2016

Dodda Maggý, Elsa Dórothea Gísladóttir, Ingirafn Steinarsson og Kristinn Már Pálmason


1.september 2016 - 6. nóvember 2016


Í tilefni Ljósanætur opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna “Framtíðarminni” í Listasalnum í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 1.september kl.18:00. Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar.


Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík.  Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur