Sveitapiltsins draumur

1. september 2016

Vigdís Heiðrún Viggósdóttir

1. september 2016 - 30.október 2016


Ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir verður með ljósmyndasýningu í anddyri Duus Safnahúsa á Ljósanótt. Þar sýnir hún seríuna „Sveitapiltsins draumur“ og er sú sería í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári.

"SVEITAPILTSINS DRAUMUR" er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum. Samkynhneigður einstaklingur á í harðri innri baráttu, hann leitar leiða til vinna úr neikvæðum tilfinningum og eigin fordómum sem byggðir eru á speglun samfélagsins. Hann tekst á við lélegt sjálfsmat og sjálfeyðingarhvöt. Svo er bara spurningin, lifir hann þetta af, nýtur lífsins og leyfir sér að elska, eða heldur hann áfram að grafa sína eigin gröf og lifa lífi sínu sem strengjabrúða?

Líf er í húfi, látum af fordómum.
Ástin er allra.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur