Blómahaf

1. september 2016

Elínrós Blomquist Eyjólfsdótti

1. september 2016 - 6. nóv 2016


Blómahaf nefnir Elínrós Blomquist Eyjólfsdóttir sýningu sína í Bíósalnum í Duus Safnahúsum sem verður ein af sýningum safnsins á Ljósanótt og verður opnuð 1.september nk. Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar getur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður.


Myndheimur Elínrósar er draumkenndur en á sama tíma raunsær þar sem myndefnið er málað af mikilli nákvæmni og af virðingu fyrir efninu. Á myndunum lifnar gróðurinn við og hefur áferð hollensku meistaranna en fyrirmyndir eru ávallt alvöru plöntur. Form og listræn fegurð myndanna hefur mikið gildi og er hægt að skynja lífrænan kraft þeirra. Elínrós býr og starfar í Reykjanesbæ og hefur tekið þátt í sýningum víða bæði á Íslandi og erlendis. Eftir víðtækt nám í postulínsmálun hóf Elínrós nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún lauk námi úr málaradeild á árinu 1987. Árið 1995 lauk hún mastersnámi í málun frá Skidmore College í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða erlendis og verið í gestavinnustofum. Elínrós er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og í Nordiska Akvarellsallskapet.


Elínrós tekur þátt í listamannsspjalli sunnudag 4. september kl. 15. Sýningin stendur til 6. nóvember. Nánari upplýsingar á www.elinros.is

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur