Mín eigin jörð

1. september 2016

Íris Rós Söring

1. september 2016 - 30.október 2016


Sýningin “Mín eigin jörð” verður opnuð í Gryfjunni í Duus Safnahúsum á vegum Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanótt, nánar tiltekið fimmtudaginn 1.september kl. 18.00. Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig verður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. 


Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30.október n.k.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur