HAFIÐ

21. apríl 2010

Listahátíð leikskólabarna

21. apríl 2010 - 2. maí 2010

Þann 21. apríl verður Listahátíð barna sett í Duushúsum í 5. sinn með þátttöku allra 10 leikskólanna í Reykjanesbæ. yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni verður HAFIÐ. Nú þegar er undirbúningur hafinn í leikskólunum og verður spennandi að sjá Duushúsin breytast í haf á síðasta vetrardag. Því til viðbótar standa leikskólarnir hver fyrir sinni skemmtidagskrá tivsvar á dag á meðan á hátíðinni stendur auk þess sem gestir og gangandi geta tekið þátt í listasmiðju.

 

Listahátíðin stendur til 2. maí og eru allir boðnir velkomnir að líta við til að skoða töfra hafsins.

Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 17. desember 2025
2. - 4. janúar 2026
Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 9. desember 2025
15. desember 2025 kl. 16:00 í bókabúðinni Skálda
Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 26. nóvember 2025
30. nóvember 2025 kl. 14:00
Fleiri færslur