Heimasætan

3. september 2015

Ljósmyndasýning Vigdísar Viggósdóttur

3. september 2015 - 18. október 2015

Ljósmyndasýningin Heimasætan opnar í anddyri Duus Safnahúsa fimmtudaginn 3. september kl. 18.00.  Verkið samanstendur  af 6 örsögum sem fjalla um lífið, tilveruna, drauma og þrár.  Ljósmyndarinn Vigdís Viggósdóttir, Viddý, útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2014.  Þetta verk varð til á listasetrinu Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði en Vigdís dvaldi þar í vor í vinnustofu listamanna.  Ljósmyndirnar eru teknar á eyðibýlinu Miðhúsum þar sem örsögur leyndust í hverju skúmaskoti.

Sýningin stendur út september og er opin alla daga 12.00-17.00, ókeypis aðgangur.
Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur