Kraftaverkaserían

25. október 2003

Kristinn Pálmason

25. október 2003 - 07. desembrer 2003

Sjálfstæði listamannsins heldur aftur af reglu og nauðsyn svo óvæntar samsetningar geti orðið.  Óvæntar samsetningar, sem ganga upp, eru sköpun sem hefur gildi.  Listir, sem formlegt fyrirbæri, hafa meira frelsi í samsetningum en t.d. vísindi sem eru aðkreppt að veruleikanum...Málverkið er frjálsara en byggingin.  Þannig hef ég tilhneigingu til að líta á hentugt upphaf sögu Kraftaverkamálverkaseríunnar (1998).  Þegar Kristinn Pálmason var í Lundúnum að finna sér innblástur þá urðu honum tvær sögur hugstæðar.  Önnur sagan var þegar frændi hans, eftir að hafa verið stöðvaður af lögreglunni, tók fram ljósmyndavél og fór að taka mynd af lögreglumönnunum.  Hin sagan var saga sem fyrrum vinnufélagi hans hafið tuggið marg oft um það, þegar hann tók ljósmynd af óvini sínum niður á bryggju...  Myndleifar ljósmyndaflassins má sjá í þremur samstæðum verkum Kraftaverkaseríunnar.  Þar hafa flassperunar umhverfst í hnetti eða sólir enda líkindi þar á milli.  Sjálfur blossinn utan prerunnar hefur tekið meiri breytingu sem má tengja málverkinu sem hlut...Kristinn hefur, eftir að hafa notað álfleti sem undirflöt, verið að prófa sig áfram með það að mála yfir spegla.  Hinn gljándi flötur álsins vísar til spegilsins, sem og málmgljái málningarinnnar sem hann hefur haft dálæti á áður.

Úr sýningarbæklingi eftir Ægi Karl Ægisson heimspeking.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur