Stefán Geir Karlsson

6. september 2003

Stefán Geir Karlsson

06. september 2003 - 19. október 2003

Þótt vestrænt samfélg teljist kristið þá má rekja vestrænt samfélagskerfi sem/og vestræna fagur-og hugmyndafræði til Forn-Grikkja.  Ólíkt list annara þjóða þá voru listgripir Forn-Grikkja ekki gerðir til helgisiða heldur vour þetta mikið tilk styttur af goðum sem höfðu manneskjulegt-grískt-úlit.  Tóku grísku listamennirnir mið af samfélagslegu viðhorfi til fegurðar frekar en trúalegri tjáningu.  Upphafning hins samfélagslega viðhorfs nær svo hámarki í popplist 20. aldarinnar þegar ytri gildi samfélagsins, efnis og persónudýrkun, eru endurspegluð í verkum myndlistarmanna.
Stefán Geir hefur starfað að listsköpun í 25 ár og hefur gegnum tíðina sótt áhrif sín til popplistar með því að taka fyrir hversdaglega og oft fjöldaframleidda hluti, stækka þá upp og sprengja þannig raunverulegan skala þeirra til að leggja áherslu á fagurlöguðu formin.  Hlutina velur hann þó ekki bara vegna formfæðilegrar fegurðar þeirra heldur eru þeir á ýmsan hátt tengdir æskuminningum listamannsins og sumir hverjir þjóðerni.  Popplist mun seint teljast á meðal trúrarlegra liststefna, en í verkum Stefáns, sérstaklega þeirm nýrri, er nokkuð um trúarlegar tilvitnanir, þá helst í Indverska guðfræði.  Hindúismi eru aðal trúarbrögð Indverja og byggjast styttur Hindúa á goðsögnum eins og margar styttur Forn-Grikkja gerðu, nema að þær eru skurðgoð ætluð til trúarlega ritúla.
Stækkaðir hlutir Stefáns eru á sinn hátt skurðgoð nútímans.  Þeir eru úr samhengi við eðlileg hlutföll og beinast þannið að smæð mannsins og kalla jafnvel eftir lotningu, sbr. risavaxið Búddalíknesi í Yung Kan, Pýramídana miklu við Giza osfrv.

Úr sýningarbæklingi eftir JBK Ransu.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur