Listasafn Reykjanesbæjar leitar að sérfræðingi til afleysinga í eitt ár

25. september 2025

Listasafn Reykjanesbæjar leitar að sérfræðingi til afleysinga í eitt ár

Listasafn Reykjanesbæjar leitar að myndlistarsérfræðingi til að afleysinga í eitt ár.


Listasafn Reykjanesbæjar er viðurkennt safn samkvæmt safnalögum og siðareglum ICOM. Hlutverk þess er að safna, varðveita, rannsaka og miðla samtímalist með fjölbreyttu sýningahaldi og fræðslu. Safnið stuðlar að virkum samskiptum við samfélagið, styður við listamenn og eflir gagnrýna hugsun, samheldni og sköpunarþor meðal fjölbreytts hóps gesta. Það þjónar sem lifandi vettvangur þar sem samfélag, listsköpun og framtíðarsýn mætast.



Næsti yfirmaður sérfræðings er safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar.


Starfssvið sérfræðings hjá Listasafni Reykjanesbæjar:

·       Sérfræðingurinn sér um skráningar og rannsóknir á safnkosti Listasafns Reykjanesbæjar og ber ábyrgð á safneign ásamt safnstjóra.

·       Starfsmaðurinn sinnir leiðsögnum fyrir hópa og skólabörn um sýningar Listasafns Reykjanesbæjar eftir þörfum.

·       Sérfræðingur hjá Listasafni Reykjanesbæjar er þátttakandi á öllum stigum sýningargerðar safnsins og sér um að rafrænir miðlar listasafnsins birti nýjustu upplýsingar um starfsemina.

·       Sérfræðingurinn skrifar styrktar umsóknir og skýrslur í samvinnu við safnstjóra.

·       Viðkomandi þarf að vera tilbúin að vinna á kvöldin og um helgar þegar viðburðir safnsins krefjast þess.

·       Sérfræðingurinn þarf að vera fær um að tjá sig um myndlist bæði í ræðu og riti á íslensku og ensku.

 

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi eins og listfræði, safnafræði, menningarfræði…

Þekking á gagnagrunni Sarps er mikill kostur, en að öðru leyti vera tilbúin til þess að tileinka sér gagnagrunninn.

Óskað er eftir nákvæmum vinnubrögðum.

Óskað er eftir aðila sem á auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að vinna í hóp og tala við hópa.

Mikilvægt er að viðkomandi sé mikill unnandi myndlistar og sé tilbúin að vinna á kvöldin og um helgar þegar viðburðir safnsins krefjast þess.


Hlunnindi:

•   Bókasafnskort

•   Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum

•   Gjaldfrjáls aðgangur í sund

•   Gjaldfrjáls aðgangur í strætó


Um 100% starf er að ræða og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 03.nóvember eða eftir samkomulagi eða Ráðið er í starfið frá og með 24.október.


Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.


Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.


Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir laus störf.


Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.


Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.


Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar í gegnum netfang helga.thorsdottir@reykjanesbaer.is eða í síma 848 5030.


Umsóknarfrestur er til og með 09.október 2025.

Málverk í grænum tónum á sýningunni Hulduefni, einkasýningu Vilhjálms Bergssonar.
22. september 2025
Sunnudagurinn 12. október 2025, kl. 15:00.
Málverk í bláum tónum á Heimsmynd, einkasýningu Áka Gränz
12. september 2025
Sunnudagurinn 12. október 2025 kl. 14:00.
Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Fleiri færslur