Parísartorg - Snúinn Effellturn

6. september 2013

Stefán Geir Karlsson

 6. september 2013 - 6. september 2013

Í dag var afhjúpað listaverk á þriðja torginu, Parísartorgi, í röð hringtorga sem liggja á Þjóðbraut, frá Hafnargötu að Reykjanesbraut. Fyrir eru Reykjavíkurtorg, sem prýtt er listaverkinu Þórshamar eftir Ásmund Sveinsson, og Lundúnatorg sem skartar rauðum símaklefa sem flestir kannast við sem eitt af kennileitum Lundúna. Það var því vel við hæfi að Eiffelturn risi á Parísartorgi. Það varð líka raunin en þar stendur nú verkið Snúinn Eiffelturn eftir listamanninn Stefán Geir Karlsson.

Við þetta tilefni flutti Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs, ávarp þar sem hann lýsti meðal annars ánægju sinni með þær áherslur sem lagðar hafa verið í umhverfismálum í bænum og að þar væri nú að finna mörg umhverfis- og listaverk sem væru til stakrar prýði fyrir bæinn. Þá heiðraði Reykjanesbæ með nærveru sinni,  sendiherra Frakklands á Íslandi, Marc Bouteiller, sem var afar ánægður með framtakið og þau góðu samskipti sem ávallt hafa ríkt á milli þjóðanna tveggja.  Í lok athafnarinnar fluttu skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjanesbæ franska lagið Alouette á lúðra sína sem var einkar vel við hæfi.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur