Samruni

5. september 2013

Vigdís Viggósdóttir

5. september 2013 - 30. september 2013

Vigdís Viggósdóttir, nemi á þriðja námsári í Ljósmyndaskólanum, sýndi ljósmyndir á bakhlið Duushúsa. Veturinn áður hafði verið að leita að myndefni í heimabæ sínum, Grindavík. Hún fór í útvhverfin og rakst þá á gamla ruslahauginn sem var fyrir löngu búið að afleggja, allavega af hálfu bæjarins, en eins og svo oft vill verða, losar fólk sig við rusl bara þar sem því hentar. Eftir að hafa reiðst yfir ástandinu hóf Vigdís að rýna í ruslið og undraðist hvað móðir náttúra er mögnuð. Þarna var ruslið að renna saman við náttúruna, mosi og annar gróður var að taka sér bólfestu í því, sól, frost og vindur lögðu sitt af mörkum við að brjóta það niður. Við þetta fylltist hún von og sá ferlið fyrir sér, hvernig móðir náttúra sigrast að lokum á þessum óhroða. Þá hefur ruslið einnig í hennar huga hliðstæðu í lífi okkar mannanna. Við lendum í alls konar áföllum sem fylla hjörtu okkur sorg, okkur svíður undan reynslunni, en að ákveðnum tíma liðnum tökum við hana í sátt og verðum í flestum tilfellum betri manneskjur fyrir vikið, þroskumst sem sé. Því heitir verkið SAMRUNI, með vísun í ákveðið tímabil í ferlinu, því svo sannarlega er þetta ferli, sem byrjar á sorpi og endar með sigri. Hún lýsir ferlinu með 8 orðum sem öll byrja á S, einungis 8 orð þurfti til að segja þessa sögu, auk þess er 8 vísun í eilífðartáknið, þar sem náttúran endurtekur sig aftur og aftur, sagan endalausa með eilítið breyttri ásýnd í hverri umferð, en óslitin.

Yfirlitsmynd af sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
3. september 2025
Myndverk sýningarinnar eru úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt verkum í eigu fjölskyldu listamannsins. Áki hefði orðið 100 ára á þessu ári og mun sýningin heiðra minningu listamannsins með völdu yfirliti á verkum hans.
Tvö verk eftir Vilhjálm Bergsson
3. september 2025
Nýverið barst Listasafni Reykjanesbæjar dýrmæt gjöf frá Vilhjálmi Bergssyni, myndlistarmanni. Í henni er að finna verk frá lokum sjötta áratugar síðustu aldar, fram á þriðja áratug þessarar aldar; nær sjötíu ár af samfelldri myndlistarsköpun Vilhjálms Bergssonar.
Gemfar
Eftir María P 6. júlí 2025
6. júlí 2025
Fleiri færslur