Heimsmynd, leiðsögn sýningarstjóra

12. september 2025

Heimsmynd, leiðsögn sýningarstjóra

12. október 2025 kl. 14:00


Helga Þórsdóttir sýningarstjóri Heimsmyndar fer um sýningu Áka Gränz, þar sem við fáum tækifæri til að ganga inn í hans drauma, hugleiðingar og ímyndir. Sýningin minnir okkur á að list er ekki aðeins eftirlíking heldur skapandi afl - leið til að gera hið ósýnilega sýnilegt.


Í sýningunni Heimsmynd er horft til Áka Guðna Gränz (1925–2014), alþýðulistamanns sem skapaði sér einstaka stöðu í menningarlífi Njarðvíkur og víðar. Verk hans voru aldrei einungis eftirmyndir af landslagi eða fólki – þau voru persónuleg kortlagning á hugmyndaheimi hans, þar sem draumar, þjóðsögur og minningar blönduðust saman. Í þessum verkum speglast heimssýn manns sem hafði djúpa rót í samfélagi sínu, en líka ríkan innri heim sem hann miðlaði á sinn einstaka hátt.


Áki hefði orðið hundrað ára á þessu ári og heiðrum við minningu hans.

 






Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 17. desember 2025
2. - 4. janúar 2026
Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 9. desember 2025
15. desember 2025 kl. 16:00 í bókabúðinni Skálda
Eftir Helena Sólveigar Aðalsteinsbur 26. nóvember 2025
30. nóvember 2025 kl. 14:00
Fleiri færslur